Fræðslukvöld í endurlífgun á fimmtudagskvöld

Fræðslukvöld í endurlífgun í boði sjúkrahóps er fimmtudagskvöldið 24/11 kl 20:00 á M6. Kvöldið er ætlað öllum meðlimum sveitarinnar og vonumst við sérstaklega eftir að sjá eldri félaga sem ekki hafa farið nýlega á námskeið í Fyrstu hjálp.

Aðkoma að meðvitundarlausum einstaklingum er eitthvað sem hver sem er getur lent í, hvar sem er, og eru rétt viðbrögð það sem skiptir öllu máli varðandi útkoma þessa einstaklinga, sérstaklega þegar sérhæfð hjálp er ekki nærri. það geta allir veitt fyrstu hjálp!

Hvort sem þið eruð í rauða gallanum í starfi sveitarinnar eða jólaboðinu með ættingjum og vinum eru skjót og rétt viðbrögð aðalatriði, og því gott fyrir alla að fríska upp á þessa kunnáttu sína, hvort sem þeir eru virkir í starfi sveitarinnar eða ekki.

Með von um að sjá sem flesta,

Helgi

—————-
Texti m. mynd: Hringja-Hnoða
Höfundur: Helgi Þór Leifsson