Aðalfundi lokið

Þriðjudaginn 22. nóvember var aðalfundur HSSR haldinn. Hann var hefðbundinn, skýrsla stjórnar, lagðir fram reikningar og kosnig í helstu embætti. Einnig var stjórn veitt heimild til að greiða niður lán sem hvílir á Malarhöfða 6, ef það þætti hagkvæmt.

Þrír félagar hættu í stjórn, það eru þau Frímann, Helga Björk og Örn. Þeim eru öllum þökkuð vel unnin störf en þess má geta að Örn hefur setið í stjórn í sex ár að þessu sinni.

Haukur bauð sig fram til sveitarforingja, í stjórn til tveggja ára voru þrír í framboði, Kristjón, Einar Ragnar og Björk og Sigþóra í framboði til eins árs. Engin önnur framboð bárust og voru allir því sjálfkjörfnir. Fyrir sátu í stjórn og eiga eitt ár eftir af sínu kjörtímabili Anna Dagmar og Hilmar Már.

Fundurinn var mjög vel sóttur, um 100 manns sóttu hann. Skýrslu stjórnar er að finna hér á heimasíðunni undir gögn og meðfylgjandi er mynd af nýkjörinni stjórn.

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson

Aðalfundi lokið

Aðalfundur HSSR var haldin 2. nóvember 2010. Miklar breytingar urðu á stjórn sveitarinnar, alls koma fimm nýir félagar í stjórn. Haukur Harðarson sveitarforingi bauð sig fram til áframhaldandi setu og var einn í framboði.

Í stjórn til tveggja ára voru kosin Anna Dagmar Arnarsdóttir, Helga Björk Pálsdóttir og Hilmar Már Aðalsteinsson. Í stjórn til eins árs voru kosin Björk Hauksdóttir og Frímann Ingvarsson. Fyrir situr í stjórn Örn Guðmundsson.

Yfir 80 manns sátu fundinn, þar af 62 fullgildir félagar. Skýrsla stjórnar og reikningar sveitarinnar voru samþykktir samhljóða. Á fundinum skrifaði Tomasz Chrapek undir eiðstaf sveitarinnar og varð þar með fullgildur félagi í HSSR.

Að loknum aðalfundi hélt Snævarr Guðmundsson áhugaverðan fyrirlestur um kortlagningu sprungusvæða á jöklum.

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson

Aðalfundi lokið

Aðalfundur sveitarinnar var haldinn í gær. Kosið var í nýja stjórn og urðu ekki miklar breytingar á henni. Einn maður kom nýr inn í stað Benedikts Inga, hann Kjartan Þór Þorbjörnsson. Aðrir káfu kost á sér áfram. Stjórn HSSR starfsárið 2007-2008 er því:
Formaður:
Haukur Harðarson.
Meðstjórnendur:
Örn Guðmundsson
Stefán Örn Kristjánsson
Björk Hauksdóttir
Edda Björk Gunnarsdóttir
Gunnar Kr. Björgvinsson
Kjartan Þór Þorbjörnsson

—————-
Höfundur: Björk Hauksdóttir