Skessuhorn á Sunnudaginn.

Nú er komið að þessu lang skemmtilegasta. Það er semsagt fjallaferð á sunnudaginn kemur og ákveðið að gönguleiðina á Skessuhorn.
Mæting er á M6 á sunnudagsmorgun klukkan 06:00 og brottför mjög fljótlega eftir það. Allir skulu hafa meðferðis brodda, ísexi, hjálm, belti og annað sem tilheyrir fjallaferð að vetrarlagi.

Athuga skal að forkröfur í ferðina eru þær að hafa lokið námskeiðunum Fjallamennska 1, Fjallamennska 2 og Snjóflóðanámskeiði.

Skráning (þátttaka) miðast við sætafjöldann í R1 og eru áhugasamir beðnir að skrá sig sem allra fyrst hér: https://hssr.d4h.org/team/events/view/29141

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson