Vélsleðahópur á æfingu á Langjökli

Fyrsti sleðatúrinn í vetur: Haldið var á Langjökul og áttum við góðan dag þar. Á leiðinni var mikil hrímþoka, máttum við hafa okkur alla við að brjóta ís af gleraugum til að sjá hvert við vorum að fara. Við þessar aðstæður reyndi á blindaksturshæfileika ökumanna sem er aldrei of oft æft. Við Þursaborg birti til svo þar gátum við sprett úr spori og gert nokkrar tækniæfingar.

Á heimleiðinni var haft samband við okkur og beðnir að aðstoða við böruburð í Reykjadal. Þótti okkur sniðugt að geta notað daginn vel bæði í sleðaferð og fjallgöngu

Vélsleðahópur

—————-
Texti m. mynd: Við Þursaborg
Höfundur: Eiríkur Lárusson