Framhaldsleit á Skáldabúðaheiði.

Landsstjórnar björgunarsveita hefur beðið um mannskap til leitar á Skáldabúðaheiði á morgun föstudag. Þar sem veðurspá er mjög óhagstæð fyrir laugardaginn (spáð mikilli snjókomu) hefur verið ákveðið að leita svæðið með eins miklum mannskap og mögulegt er á föstudag.
Fyrirhugað er að hefja leit um kl 09:30 þannig að hóparnir þurfa helst að vera komnir á svæðið um kl 09:00 geta hafist handa við leit á svæðinu um leið og birta tekur.Um 15-30 mínútur tekur að aka upp á leitarsvæðið frá stjórnstöðvarbílnum. Til að nýta birtuna sem best þurfum við að vera komin á svæðið á réttum tíma. Óskað er eftir sérhæfðu leitarfólki jafnt sem almennum leitarmönnum.
Bílstjórar og aðrir tækjastjórnendur skulu vera útbúnir þannig að þeir geti farið gangandi í leitarverkefni ef ekki er þörf fyrir þá við akstur og stjórn tækjanna. Bækistöðvarhópur og stjórn HSSR hvetur fólk til að fá sér frí á föstudag og væntum við góðra viðbragða yfirmanna við óskum um frí frá störfum. Svæðið er ekki tæknilega erfitt yfirferðar og þessvegna leitum við til fleiri félaga en virkustu útkallshópa um að koma og taka þátt. Mæting er á M6 kl. 07.00 á föstudagsmorgun og gert ráð fyrir að bílar verði lagðir af stað austur kl. 07.30. Leitað verður fram í myrkur og má því gera ráð fyrir heimkomu milli kl. 19 og 20.

Tilkynnið þáttöku á utkall@hssr.is

Bækistöðvarhópur og stjórn HSSR

—————-
Höfundur: Hlynur Skagfjörð Pálsson