Leiðangursstyrkir

66°Norður hefur í áraraðir verið leiðandi framleiðandi útivistarfatnaðar og í ljósi þess leita margir til fyrirtækisins að leiðangursstyrkjum. 66°Norður hefur nú ákveðið að veita árlega tvo leiðangursstyrki að andvirði 500.000 kr hvor til einstaklinga eða hópa. Styrkirnir fela bæði í sér fatnað fyrir leiðangurinn og peningastyrk. Styrkirnir eru tvískiptir annars vegar er veittur styrkur fyrir leiðangra sem eru farnir til stuðnings góðs málefnis og vinna að því að kynna eða safna pening fyir málefnið. Hins vegar er veittur styrkur til krefjandi leiðangra á nýjar slóðir.Umsóknarfrestur fyrir styrki til stuðnings góðs málefnis er 15. mars ár hvert og tilkynnt hver niðurstaða valnefndar er 1. apríl. Umsóknarfrestur fyrir krefjandi leiðangra er 15. september og tilkynnt verður 1. október hvaða leiðangur hlýtur styrkinn. Valnefnd skipuð fulltrúum frá Íslenska Alpaklúbbnum, Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu, Ferðafélagi Íslands, Ferðafélaginu Útivist, Bandalagi íslenskra skáta, Íslenskum Fjallaleiðsögumönnum ásamt fulltrúa frá 66°Norður mun fara yfir allar umsóknir og velja þá leiðangra sem þykja skara fram úr hverju sinni. Það er von 66°Norður að leiðangursstyrkirnir eigi eftir að koma að góðum notum og stuðli að áframhaldandi vexti útivistar á Íslandi

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson