Fulltrúaráðsfundur Slysvarnafélagsins Landsbjargar var haldinn í Háskólanum í Reykjavík í dag. Um 130 fulltrúar eininga sátu fundinn. Fjárhagsáætlun ársins var kynnt og hún samþykkt eftir nokkrar umræður en ljóst er að fara verður í töluverðan niðurskurð á rekstrinum. Meðal annars er gert ráð fyrir samdrætti í starfsmannahaldi, fækkun björgunarskipa, minnkandi framlags til Alþjóðasveitar, lokun Gufuskála auk fleiri aðgerða.
Hörður Már Harðarson, formaður SL kynnti hugmyndir að nýjum fjáröflunarleiðum sem eru til skoðunar. Að því loknu var farið yfir stöðuna í máli fráfarandi framkvæmdastjóra, flutt skýrsla um hálendisvaktina og farið yfir húsnæðismál félagsins og Slysavarnaskóla sjómanna. Sigþóra, Kristjón og Haukur sátu fundinn fyrir hönd HSSR.
—————-
Höfundur: Haukur Harðarson