Fyrirlestur í kvöld og BANFF myndasýning

Vildi bara minna á fyrirlestur sem samkvæmt dagskrá er í kvöld en einnig vil ég benda á BANFF kvikmyndasýningu sem Íslenski alpaklúbburinn stendur fyrir þriðjudagskvöldið 4. apríl, kl. 20:00, í Smárabíó. Margar forvitnilegar myndir á boðstólnum.

Aðgangseyrir á kvikmyndasýninguna er kr. 700 fyrir ÍSALP félaga en kr. 950 fyrir aðra.

Með kveðju,

Stefán Páll Magnússon

—————-
Vefslóð: isalp.is
Höfundur: Stefán Páll Magnússon