Fyrirlestur – Peter Habeler

Fyrsti maðurinn sem sigraði Everest án súrefnis. Fyrirlestur, miðvikudaginn 26. janúar kl 20:00 í Háskólabíó, aðgangur ókeypis

Peter Habeler mun reifa gönguna frægu á Everest og persónulega reynslu sína af því að halda lífi í hæð sem er flestum lífverum ofviða. Peter Habeler er óumdeilanlega einn mesti fjallagarpur allra tíma. Frægastur er hann fyrir að ná toppi Everest án súrefnis árið 1978 fyrstur manna ásamt Reinhold Messner. Afrek þeirra þótti einstakt og vakti heimsathygli, enda höfðu margir vísindamenn talið það lífeðlisfræðilega ómögulegt að ná tindinum án viðbótarsúrefnis. Með afreki sínu brutu þeir félagar blað í sögu fjallaklifurs og háfjallalæknisfræði. Síðan lagði Habeler að baki marga af hæstu tindum heims og sló hraðamet á torfærum klifurleiðum eins og norðurvegg Eiger. Fyrirlesturinn er í boði 66°norður og Félags háfjallalækna.

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson