Fyrsta hjálp í óbyggðum-Wilderness First Responder

Námskeiðið fyrsta hjálp í óbyggðum verður haldið á höfuðborgarsvæðinu og hefs 11. mars Það sem er óvenjulegt við þetta námskeið er að það er ekki haldið í einni lotu eins og venjulega heldur verður því skipt niður á helgar og kvöld. Því þurfa þáttakendur ekki að taka sér frí frá námi eða vinnu til að sækja það. 72 klst. á 8 dögum og 3 helgar (1x fimmtudagskvöld, 3x föstudagskvöld, 3x laugardagur 3x sunnudagur)

Markmiðið er að gera þátttakendur að vel þjálfaða í fyrstu hjálp Að þau geti brugðist við slysum og veikindum þegar langt er í sérhæfða aðstoð eða ekki er hægt að kalla á hjálp. Mikil áhersla er lögð á að nota lágmarksútbúnað.Nánari upplýsingar um kröfur til þátttakenda og skráning er á heimasíðum Landsbjargar.

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson