Fyrsta Hjálp

Nú um síðustu helgi, 14-16. október, fóru 9 nýliðar (8 frá HSSR og einn frá Ársæli) á námskeiðið fyrsta hjálp 1 sem var haldið í skálanum Ölveri undir hafnarfjalli. Þar lærðu þau listina að bjarga lífi og limum einstaklinga sem hafa slasað sig eða eiga við sjúkdóma að stríða sem og ýmislegt fleira. Allir skemmtu sér vel og komu fróðari heim eftir vel heppnað námskeið. Sjúkrahópur stóð fyrir námskeiðinu og þakkar kærlega fyrir góða helgi.

—————-
Höfundur: Ragnar Rúnar Svavarsson