Fyrsta klifurmót vetrarins

Til stendur að halda fyrsta klifurmót vetrarins á fimmtudaginn næsta, 5. október.
Hefjast herlegheitin kl. 17:30 eða svo og geta menn prílað fram á kvöld ef menn vilja.
Formið verður með sama sniði og í fyrravetur, sex brakandi ferskar leiðir (hið minnsta) af öllum erfiðleikagráðum til að glíma við og rífandi stemmari til að peppa menn upp í hið ógerlega.
Sjáumst á fimmtudaginn.
F.h. nefndarinnar:
Siggi Tommi, Robbi og Gulli

—————-
Texti m. mynd: Humarsnáðinn einbeittur í Volx í Frans
Höfundur: Sigurður Tómas Þórisson