Fyrstuhjálpar æfing Nýliða

Næsta fimmtudag, 10. Febrúar, verður haldin fyrstu hjálpar æfing fyrir nýliða 1 og 2. Æfingin verður á formi stórslyss þar sem nýliðum 1 og 2 verður blandað saman í hópa og sinna saman sjúklingum hópslyssins. Æskilegt er að nýliðar mæti með hjálm með sér sem öryggisbúnað, sveitin á einungis 20 hjálma og því verða sem flestir að reyna að redda sér hjálmi sjálfir. Spáin fyrir fimmtudag er mjög blaut og því þarf að vera búinn eftir því. Æfingin hefst stundvíslega kl. 18.00 á Malarhöfðanum.

Skráning er hafin og lýkur á miðnætti miðvikudags. Smelltu hér til þess að skrá þig

—————-
Texti m. mynd: Allt að gerast á fyrstu hjálp 1 2010
Höfundur: Katrín Möller