Gamlir GSM símar

Jafnhliða flugeldasölu verður þeim sem styrkja okkur með því að kaupa flugelda hvattir til að koma með gsm síma sem hætt er að nota og skilja þá eftir hjá okkur. Þetta er ný fjáröflun og við munum fá greitt skilagjald fyrir þá. Símarnir eru síðan uppfærðir og seldir til þróunarlanda. Ef við fáum góðar viðtökur þá getur þetta verkefni gefið ágætlega af sér og má reikna með um 1000 kr. fyrir hvern síma sem við skilum inn.

Félagar eru því hvattir til athuga hjá sínum fyrirtækjum, vinum, vandamönnum og vinnufélögum hvort ekki leynast gamlir gsm símar hjá þeim. Ef svo er þá er sjálfsagt að safna þeim saman og skila inn í tunnuna á sölustöðum okkar. Átakið verður auglýst með flugeldaauglýsingum og ber nafnið Svaraðu kallinu.

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson