Góð mæting

Eftir góðan kynningarfund á starfi sveitarinnar, þar sem mættu um 45 manns ríkti nokkur óvissa hve margir myndu sækja um inngöngu í sveitina.
Í gær var haldin undirbúningsfundur fyrir fyrstu helgarferð nýrra félaga. Útkoman var sannarlega glæsileg, alls munu um 30 einstaklingar hefja þjálfun. Hópurinn hefur því alla burði til að verða einn öflugasti hópur nýrra félaga til margra ára.

Þeir sem enn hafa áhuga á að ganga í HSSR, en gátu ekki mætt í gærkvöldi og skilað inn umsóknum, geta gert það fyrir kl. 17:00 fimmtudaginn 21. sept. Sendið póst á skrifstofa@hssr.is og við höfum samband.

—————-
Höfundur: Helga Garðarsdóttir