Gönguleiðaviðhald á Hengilssvæðinu.

Viðhald gönguleiða á Hengilssvæðinu, fjáröflunarverkefni sem að HSSR vinnur fyrir Orkuveitu Reykjavíkur er nú að komast á gott skrið. Hluti af nýliðahópnum okkar var tvö kvöld í síðustu viku við störf í nágrenni Nesjavalla og í dölunum þar fyrir ofan. Félagar úr A1 voru einnig á þeim slóðum á fimmtudagskvöld og svo voru Pólverjarnir okkar í Reykjadal í gær.

Það sem mestu skiptir er að fara af stað þegar veður er þurrt og helst sólríkt. Veðursíðan belgingur á að geta auðveldað okkur að meta veðurfarslegar forsendur þess að stökkva af stað. http://belgingur.is/opna/is/1/gfs/is/3/uvh/ff

Nú í vikunni ætlum við að reyna að gera sem mest. Tækjahópur og undanfarar ætla að ausa úr fötum sínum á mánudagskvöld og ef að þú vilt taka þátt í því er það velkomið. Sendu póst á hssr@hssr.is eða hringdu í Hlyn. Brottför af M6 kl. 18.00Þeir sem enn hafa ekki hafa fengið úthlutað verkefnum meiga gjarnan hafa samband.

—————-
Höfundur: Hlynur Skagfjörð Pálsson