Gönguleiðin á Kerhólakamb gerð öruggari

Léttsveit tók nýverið að sér að setja upp tryggingar á neðsta hluta gönguleiðarinnar á Kerhólakamb. Þessi hluti er á köflum brattur og getur reynst göngufólki erfiður yfirferðar. Í leiðinni var ákveðið að setja upp megintryggingar fyrir línuvinnu í aðgerðum, en á þessum kafla er lítið um góðar náttúrulegar tryggingar. Samtals fóru sex manns í þessa ferð, fimm frá HSSR ásamt fulltrúa landeigenda. Verkið tók eina kvöldstund og var það mat manna að vel hefði heppnast.
Það var byggingavöruverslunin BYKO sem lagði til allt efni í þetta verkefni og á það fyrirtæki góðar þakkir skildar fyrir.

—————-
Texti m. mynd: Mikið var spáð í spilin á fjalli
Höfundur: Ólafur Jón Jónsson