Hálendisgæslan er hafin

Þá hafa Reykur 2 og Reykur 3 haldið til fjalla ásamt áhöfnum og verða þeir staðsettir á Kili fram á næsta föstudag. Á meðan mun sveitin nýta sér Reyk 1 og Reyk 4 ef til útkalla kemur. Síðan er samkvæmt nýjustu fréttum aðeins eftir að reka loka hnykkin á að klára Hengilsverkefnið og er það ósk Hlyns að sem flestir sjái sér fært að aðstoða við að ljúka við síðustu leiðirnar svo við komumst öll í sumarfrí fljótlega.

—————-
Texti m. mynd: Á fjöllum
Höfundur: Guðmundur Jón Björgvinsson