Sumarleyfisferð HSSR 2011

Þá er komið að því að fara að skrá í sumarleyfisferðina þetta árið.

Til stendur að vera á ferðinni dagana 29. júní til 5. júlí.

Áfangastaður: Tröllaskagi.

Við förum úr bænum miðvikudaginn 29. júní og stefnum þá norður í Barkárdal. Munum gista þar í eða við skálann Baugasel. Næsta dag berður svo arkað með allan búnað til fjögurra daga upp í skálann á Tungnahrygg, sem við munum nota sem bækistöð fyrir hópinn (skálinn er á stærð við skókassa) en við munum tjalda sem næst honum. Þarna höfum við svo tvo daga til að ganga á nálæga tinda, sem nóg er af á þessum slóðum og endalaus verkefni í boði. 3. júlí förum við svo aftur niður í Barkárdal en þeir duglegustu geta gengið frá Tungnahrygg á tveim dögum norður á Heljardalsheiði og niður í Svarfaðardal.

Þeir sem fara niður, eiga svo einn heilan dag til að finna sér skemmtileg verkefni þarna í nágrenninu. Klifrarar geta reynt við Kerlingareld en aðrir hafa úr urmul tinda og fáfarinna fjalla að velja. Jafnvel mætti stefna á fjöllin næst Akureyri. Síðan verður haldið aftur í bæinn þann 5. júlí.

Skráning er hafin hér á korkinum.

—————-
Texti m. mynd: Péturshnúkur og Barkárjökull.
Höfundur: Árni Tryggvason