Helgafell-Fjall kvöldsins í kvöld.

Í vetur verður farið í kvöldgöngu á valið fjall í nágrenni Reykjavíkur á vegum HSSR í hverjum mánuði. Fyrsta gangan í röðinni verður í kvöld, fimmtudagskvöld, en þá er fyrirhugað að ganga á Helgafell ofan Hafnarfjarðar. Félagar á öllum aldri eru hvattir til að láta sjá sig. Hvað er betra en kvöldganga í góðum félagsskap? Nýliðar eru sérstaklega boðnir velkomnir. Við ætlum að hittast á Malarhöfðanum klukkan 17:45 en brottför verður klukkan 18:00 Við förum á R1, R4 og einkabílum og það er kjörið að sameinast í bíla, bæði skemmtilegra og ódýrara. Nauðsynlegt er að vera í góðum skóm, með húfu auk vind og vatnsheldrar yfirhafnar. Ekki er verra að hafa smá nestisbita.

Sjáumst hress!

—————-
Höfundur: Hlynur Skagfjörð Pálsson