Hengillinn málaður rauður… og blár og grænn…

Í gær fóru nokkur Undrabörn að mála stikur og stiga í Henglinum. Veðrið var að vanda gott, eins og alltaf þegar hópurinn leggur á fjöll… Það eru fáar fjáraflanir sem slá því út að eyða kvöldstund í hressandi göngutúr í og við Hengilinn í góðu veðri. Og klína smá málningu í leiðinni. Og að fá að sveifla sleggju, en það er líka skemmtilegt og töff.

—————-
Texti m. mynd: Undrabörnin Árni og Brynja (mynd: Hrafnhildur).
Höfundur: Hálfdán Ágústsson