Hjólaferð helgina 11. til 13. júní

Helgina 11. til 13. júní er hjólaferð á dagskrá sveitarinnar. Hér er um trússferð að ræða.
Skráning er á korkinum.

Brottför:
Mæting klukkan sex á föstudaginn. Brottför klukkan sjö. Gott að hafa góðan tíma til að koma hjólunum fyrir.
Föstudagur:
Ekið sem leið liggur austur í Hrossatungur á Síðumannaafrétti (norðan við Klaustur). Gist í skálanum þar. Skálagjaldið er 900kr.
Laugardagur:
Hjólað eftir vegum og troðningum í Skaftáreldahrauni meðfram Skaftá allt suður í Skaftárdal þar sem farið er yfir Skaftá. Síðan er haldið til norðurs eftir Landmannaleið (Fjallabaksvegi nyrðri). Í heild eru þetta um 45 km. Gist í tjöldum í Hólaskjóli. Tjaldstæðisgjaldið er 600kr. Bílaflokkur mun sjá um að ferja dótið okkar frá Hrossatungum yfir í Hólaskjól. Fólk þarf því bara að bera það sem það þarf til dagsins.
Sunnudagur:
Ferðinni er haldið áfram eftir Landmannleið þanngað til komið er í Landmannalaugar en þar mun bílaflokkur bíða okkar. Leiðin frá Hólaskjóli í Landmannlaugar er um 40 km. Ef tími og orka leyfa geta þeir sem vilja hjólað eins langt áfram til vesturs eftir Landmannaleið og tími vinnst til. Þeir verða síðan teknir upp í bílana þegar bílaflotinn heldur í bæinn. Reynum að koma í bæinn á þokkalega skikkanlegum tíma. Reikna fastlega með því að ég fái mér stóra og góða pítsu einhversstaðar á leiðinni heim.

Þessi ferð er kannski ekkert sérstaklega erfið en hún er svo sem ekki alveg auðveld heldur. Ég held að þeir sem eru í meðalslöku formi og hafa einhverntímann stigið á hjól eigi að ráða vel við þetta. Öllum spurningum er svarað í síma 8241822 og á eythoroj@hotmail.com.

Skilyrði fyrir þátttöku er að menn geti sagt skemmtilegar grobbsögur af sjálfum sér. Ekki skilyrði að þær séu sannar.

—————-
Höfundur: Eyþór Örn Jónsson