Sjókajak á Sjómannadag

Á sjómannadaginn 6. júní er ætlunin að róa úr Kollafirði eða frá Geldingarnesi með ströndinni og enda í Reykjavíkurhöfn og skoða hátíðarhöldin frá nýju sjónarhorni. Stefnan er sett á að hafa nestispásu í Viðey og staldra þar við svo áhugasamir geti skoðað sig um.
Hægt er að fá leigðan bát frá Ultima Thule á einugis 1.000 krónur fyrir manninn. Um er að ræða bæði eins- og tveggjamanna báta. Takmarkað magn sæta er þó í boði, og gildir þá að þeir sem fyrstir skrá sig hafa forgang. Fólk með eigin báta er að sjálfsögðu hvatt til að mæta líka og taka þátt.

Mæting er á M6 kl 10 og verður bátaleigan innheimt við brottför.

Áhugasamir geta skráð sig á korkinn á heimasíðunni eða sent póst á oskar@vbs.is Einnig er hægt að ná í Óskar Inga í s: 862-3669 ef einhverjum spurningum er ósvarað.

Að morgni fimmtudags eru 10 skráðir til leiks. Enn eru laus pláss ef einhverjir hafa áhuga.
Ekki er annað að sjá en gera megi ráð fyrir hæglætisveðri svo enginn ætti að láta það aftra för.

—————-
Höfundur: Óskar Ingi Stefánsson