Birgir Blöndahl í Undanrennum er nú farinn til Patagoniu í Chile þar sem hann er að byrja á sex vikna námskeiði hjá fjallamennskuskóla í suður Chile (http://mountaineeringtrainingschool.com/ ). Námskeiðið byrjar í byggð þar sem verið er að undirbúa ferðina inn á jökul. Á miðvikudag fer hann inn á jökul og verður samfleytt þar í fimm og hálfa viku í tjaldi og snjóhúsum. Nemendur í hópnum eru 6 – 8 auk fjögurra leiðbeinenda. Námskeiðið felst í fjalla- og ferðamennsku við krefjandi aðstæður þar sem markmiðið er meðal annars að gera þátttakendur hæfari í að leiða og skipuleggja fjallaferðir auk þess að gera þátttakendur hæfari í að bjarga sér og öðrum við erfiðar aðstæður. HSSR veitir styrk til ferðarinnar þar sem öll slík reynsla og þekking er kærkominn inn í starfið hér heima.
Upphafsstaður námskeiðsins er Coihaique í suður Chile.
—————-
Texti m. mynd: Á leið á Hrútfjallstinda
Höfundur: Arngrímur Blöndahl