Vilt þú verða Undanfari?

Undanfarar eru hópur innan HSSR sem sérhæfir sig í leit og björgun við erfiðar aðstæður, s.s. fjallabjörgun, sprungubjörgun og leit í fjalllendi. Stöðug nýliðun á sér stað innan flokksins og er að jafnaði um 5 manna hópur í þjálfun hverju sinni sem tekur virkan þátt í öllu starfi að undanfaraútköllum undanskildum.

Nú leitum við að tveimur einstaklingum sem hafa áhuga á að koma að starfa með hópnum. Leitað er eftir fullgildum félögum sem sjá fram á að starfa með hópnum til lengri tíma þar sem þjálfunarferli undanfara tekur tvo vetur.

Áhugasamir sendi umsókn í tölvupósti á Danna á dam3[hjá]hi.is. Í umsókninni þarf að koma fram meðal annars hversu mörg ár þú hefur verið í hjálparsveit, hvaða auka námskeiðum þú hefur lokið og hvers konar fjallamennskureynslu þú hefur. Athugið að í þjálfun með Undanförum er þess krafist að menn sæki sér stöðugt aukna fjallamennskureynslu á eigin vegum jafnframt því æfa með Undanförum. Allar nánari spurningar um það hvað felst í starfinu eru mjög velkomnar.

Umsóknarfrestur er út sunnudaginn 7. október.

Undanfarar

—————-
Texti m. mynd: Við viljum þig!
Höfundur: Daníel Másson