HSSR – klikkar ekki

HSSR félagar hafa verið vel sýnilegir borgarbúum undanfarið. Ísland vs. Ítaliía ( og við unnum auðvitað ), Reykjavíkurmaraþon og síðast en ekki síst Flugeldasýningin.
Í öllu þessu höfum við staðið okkur vel og ber að þakka þeim fjölmörgu félögum sem hafa staðið í ströngu fyrir okkar hönd. Sérstaklega hafa margir komið til mín vegna flugeldasýningarinnar og þakkað fyrir frábært “show”. Sjálfur góndi ég á sýninguna og fékk gæsahúð af hrifningu.

Áfram HSSR – alltaf að springa út.

—————-
Höfundur: Einar Daníelsson