Stríðshetja í heimsókn

Á sunnudag 29. ágúst (sennilega kl: 15:00) kemur siglingafræðingur B-17 vélarinnar okkar, Steven A. Memovich, í heimsókn í húsnæði sveitarinnar. Steve sem er 79 ára eldhress grínari er hér á landi ásamt eiginkonu sinni, þremur dætrum og syni.
Hann mun skoða tæki og tól sveitarinnar og einnig verða til sýnis ýmsir mismerkilegir gripir sem dregnir hafa verið úr flaki vélarinnar.

Í gær fór Steve á Eyjafjallajökul í frábæru veðri á slysstaðinn þar sem hann brotlenti fyrir 60 árum.

Félögum sveitarinnar sem áhuga hafa er velkomið reka inn nefið af þessu tilefni.

Sérstaklega er óskað eftir því að þeir sem hafa hjálpað til við koma þessu drasli niður af Jökli verði viðstaddir því Steve vill taka í spaðann á því fólki.

Þetta verður ekkert formlegt.

Ef tímasetning breytist eitthvað þá verður það sett á korkinn.

Fyrir áhugasama þá birtist nýlega í blaðinu Columbian grein um Steve og þessa atburði. Greinin sem er hálfgert listaverk er m.a. prýdd stórum og smáum litmyndum af Beltaflokksmönnum við skrúfubjörgun á Jöklinum þar sem Hákarlinn (eða eins og segir “The Shark”) leikur aðalhlutverkið.

Greinin er á www.columbian.com og leitarorð er “the bracelet”. Greinin á netinu er því miður án mynda.

—————-
Höfundur: Árni Alfreðsson