Hvannadalshnjúkur 4.-6. júní

Um næstu helgi er stefnan sett á að ná toppi hæsta fjalls landsins. Biggi og Höskuldur munu stjórna ferðinni sem er lokahnykkur í þjálfun nýliða 1 á þeirra fyrra ári en allir félagar eru hvattir til að koma með. Farið verður af stað á föstudagskvöldið 4. júní (kl. 18.00) og komið tilbaka á sunnudagskvöld. Gist verður í tjöldum í Skaftafelli. Veður og vindar ráða því hvenær lagt verður til atlögu en veðurfræðingar sveitarinnar gera allt sem þeir geta til þess að tryggja mikið og gott útsýni á toppnum. Skráning fer fram á netfanginu nylidar@hssr.is og lýkur á þriðjudagskvöld.

Hrafnhildur og Ponta

—————-
Texti m. mynd: koma svo – fjölmennum á hæsta topp landsins!
Höfundur: Hrafnhildur Hannesdóttir