Stikur og fótbolti

Í síðustu viku var gengið frá tveim samningum fyrir hönd HSSR, annars vegar við KSÍ um fótboltagæslu og hins vegar við Orkuveitu Reykjavíkur um svokallað stikuverkefni á hengilssvæðinu. Samningurinn við KSÍ er til tveggja ára en samningur við OR til eins árs. Það er mjög ánægjulegt að ljúka þessum samningum og skiptir klárlega miklu máli fyrir starf sveitarinnar.

Stjórn vill hvetja alla félaga til að kynna sér uppsetta vinnudaga á korkinum og skrá sig síðan til vinnu í framhaldi af því.

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson