Ía – Aðstaðan í Keflavík komin í toppstand.

Nú búið að ganga frá rafmagni og tölvumálum í húsnæði ÍA upp á Keflavíkurflugvelli. Leggja þurfti 220 V rafmagn í öll herbergi og sal (þar með talið í móttökunni) auk þess sem lagðir voru netkaplar á alla þessa staði úr Routernum. Að auki er auðvitað þráðlaust net til staðar. Gagnagrunnsmálin komin á hreint og hægt að vinna í tollskýrslugerð og vigtun á sama tíma. Auk þessa alls var fataherbergið tekið í gegn og öll föt sem er úthlutað í útköllum, flokkuð og raðað eftir kúnstarinnar reglum.

Frábært kvöld með góðu fólki.

—————-
Texti m. mynd: Glaðbeittur hópur í Keflavík
Höfundur: Gunnar Sigmundsson