Jökull 2007

Velheppnuðum vortúr á jökli er nú lokið og eru myndir væntanlegar á heimasíðuna innan tíðar. Farið var vítt og breitt um Vatnajökul, byrjað á Skálafellsjökli (af því að Skálafellið er æði) og strikið tekið þaðan yfir í Grímsvötn í frekar litlu skyggni. Úr Grímsvötnum var svo haldið í SSW og í síbatnandi veðri voru hinir lítt könnuðu tindar suðvesturjökulsins skoðaðir og skíðaðir.

Nokkrar alveg glimrandi góðar skíðabrekkur voru markeraðar og alveg á hreinu að þetta lítt þekkta svæði býður upp á fullt af skemmtilegum möguleikum.

Fyrir þá sem misstu af túrnum má benda á smá sárabót; það verður farið á Langjökul um næstu helgi. Fín spá, flott svæði í kringum Fjallkirkju. Góða ferð

—————-
Höfundur: Gunnar Kr. Björgvinsson