Síðasta ferðin á Reyk 2

Næstu helgi ætlar Tækjahópur að bjóða upp á bráðskemmtilega ferð á Langjökul. Planið er einfalt; farið frá M6 árdegis á laugardegi og ekið upp í Fjallkirkju. Skálinn í Fjallkirkju verður svo bækistöð leiðangursins, og þangað verður gert út í bíltúra, gönguferðir og skíðabrun eftir því sem áhugi, aðstæður og veður bjóða uppá.

Farið verður á Reyk 2 og Reyk 3, og að sjálfsögðu er félögum velkomið að koma á eigin tækjum. Skráðið ykkur á korknum, eða með því að senda undirrituðum tölvupóst á skatinn@skatinn.net, já eða þá að hringja í síma 8624847.

Drífið ykkur að skrá ykkur því um fá sæti er að ræða, og það sem meira er, þetta gæti orðið síðasta ferðin sem sveitin fer á Reyk 2 áður en nýji bíllinn kemur.

kv
Baldur Skáti

—————-
Höfundur: Baldur Gunnarsson