Kálfstindar á sunnudag.

Sunnudaginn 6. desember n.k. verður farin dagsferð á Kálfstinda (877mtr) ofan Laugarvatnsvalla.
Kálfstindar eru reisulegir tindar en er gönguleiðin þó nokkuð greiðfær og fær flestum 🙂
Uppgöngutími er um 3 klst. og gönguhækkun 620mtr.
Rétt er að minna tilvonandi göngufólk á að hafa með sér allan þann útbúnað er hæfa ferðum á þessum árstíma þ.m.t. snjóflóðaýli, brodda og ísexi.

Fararstjóri verður Ragnar Antoniussen.

Við ætlum að hittast kl. 7:45 en brottför verður á slaginu 8:00.
Þeir sem þurfa að lána útbúnað hjá HSSR er bent á að mæta aðeins fyrr.

Skráning fer fram á Korkinum eða með því að senda tölvupóst á melkorka.jonsdottir@gmail.com í síðasta lagi
föstudaginn 4. desember kl. 12:00.

Nú er um að gera að leggja flugeldana til hliðar, skella sér í betri "göngu"skóna, lyfta sér upp og spássera á Kálfstindana í sprækum félagsskap.

Með von um að sjá sem flesta
Raggi og Melkorka.

—————-
Höfundur: Hlynur Skagfjörð Pálsson