Kayakkynning fyrir félaga og nýliða HSSR

Sunnudaginn 25. apríl klukkan 15:00 til 17:00 verður kynning fyrir alla HSSR liða sem hafa áhuga á að kynna sér kayaksportið betur í innilaugini í Laugardalslaugini. Kynningin er á vegum Kayakklúbbsins og sér Gummi Straumur um að kynna fræðin. Farið verður yfir helsta búnað sem þarf til að stunda sportið, og þá bæði fyrir sjó og straumvatnsróður. Fólk fær að fara í báta og róa um laugina og prufa hvernig það er að velta kayak og koma sér úr honum og upp í hann aftur undir eftirliti reyndra manna. Kynningin er að sjálfsögðu algerlega frí og það eina sem fólk þarf að hafa með sér er sundfatnaður og góða skapið. Hugmyndin er síðan að bjóða upp á að róa sjókayak með Kayakklúbbnum síðar meir fyrir þá sem enn hafa áhuga eftir að hafa prufað.
Kayakar hafa verið notaðir af HSSR við fjöruleit á undanförnum árum og er góð viðbót við þá flóru björgunartækja sem sveitir Landsbjargar hafa upp á að bjóða.

Skráning fer fram á korki HSSR

—————-
Texti m. mynd: Tveir hressir Landsbjargarkallar í Hvítá
Höfundur: Guðmundur Jón Björgvinsson