Klettaklifurnámskeið verður haldið í næstu viku. Kennt verður þriðjudaginn 29. og fimmtudaginn 31. maí, og er mæting kl. 17:30 á M6 en áætluð heimkoma um kl. 22. Til að ljúka námskeiðinu þarf að mæta báða dagana (athugið að námskeiðið er með öðru sniði en áður var auglýst).
Námskeiðið er skylda fyrir Nýliða 1 sem búnir er með námskeið í fjallamennsku en er að sjálfsögðu opið öllum öðrum félögum sveitarinnar sem vilja bæta klifurkunnáttuna og hræðast eigi þrítugan hamarinn. Á námskeiðinu verða reyndar og prófaðar aðferðir og tæki til að tryggja í bergi, jafnt fyrir millitryggingar og megintryggingar. Farið verður yfir klifurferlið og allir munu reyna sig við klettana.
Mætið með belti, karabínur, sigtól og hjálm. Þeir sem eiga klifurskó, línur og bergtryggingar taka slíkt með. Og að lokum: Munið að hvítir hjálmar eru inni. Sem og svartar dúnúlpur.
—————-
Texti m. mynd: Í Stardal í maí 2006 (mynd: Gulldrengurinn)
Höfundur: Hálfdán Ágústsson