Klifurnámskeið í gær — og aftur á morgun!

Nýliðar fóru á klettaklifurnámskeið hjá Undanförum í gærkvöldi. Farið var í Valshamar í Hvalfirði. Nýliðarnir fengu fyrirlestur um klifurtækni og öll helstu “trikkin í bransanum”. En að því loknu mátuðu allir sig við leiðirnar en í Valshamri er af nógu að taka. Allir stóðu sig með prýði og sumir tóku sína fyrstu leiðslu í klettum. Veðrið var með eindæmum gott, enda sérpantað.

Munið seinna hluta námskeiðsins á morgun, fimmtudag! Mæting kl. 17:30 á M6 og áætluð heimkoma um kl. 22. Nauðsynlegur búnaður er belti, karabínur, sigtól og hjálmur. Þeir sem eiga klifurskó, línur og bergtryggingar taka slíkt með.

—————-
Texti m. mynd: Lagt í Skoruna í Valshamri (mynd: Hrafnhildur)
Höfundur: Hálfdán Ágústsson