Samningur við OR

Þann 31. maí var undirritaður tveggja ára samningur við Orkuveitu Reykjavíkur um viðhald og eftirlit með gönguleiðum á Hengilssvæðinu. Hann er hliðstæður fyrri samningum um sama efni. Stjórn hefur skipað nefnd til að halda utan um verkefnið og í henni sitja Gunnlaugur Bream, Ingimar Ólafsson og Örvar Aðalsteinsson.
Verkefnastjóri með verkefninu er Ævar Aðalsteinsson og geta hópar, klíkur, flokkar og einstaklinar haft samband við hann til að fá úthlutað leiðum og verkefnum. Gera má ráð fyrir að verkið fari á fulla ferð nú þegar hlýna tekur í veðri.

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson