Skroppið á Vatnajökul

Það var laugardagurinn 26. maí og nokkuð langt síðan mörg okkar höfðum staðið í þessu. Að vakna eldsnemma og skjótast á Vatnajökul. Þetta átti þó ekki við um alla. Sumir höfðu aldrei vaxið upp úr þessu.
Ferðinni var heitið í Jökulheima, þaðan upp á Vatnajökul og átti að virkja Bola til ferðalaga. Við vorum það heppin að hætt var við Langjökulstúr þannig að við höfðum báða 44 tommu bílana til umráða, en auk þess voru fjórir sleðar og einnkajeppi með í för. Þegar komið var á jökul var veður gott og færið sæmilegt.
Því var ákveðið að hvíla Bola en fara hring á jeppum og sleðum. Byrjað var á Kerlingum, síðan haldið á Hamarinn, þaðan upp á Grímsfjall, niður að Pálsfjalli og aftur niður í Jökulheima. Eftir því sem leið á túrinn varð færið þyngra og úr þessu varð hið besta skak.
Kvöldmatur var borinn á borð í Jökulheimum klukkan tvö, sofið út og haldið til baka á sunnudag.

—————-
Texti m. mynd: Aldrei leiðinlegt á jökli
Höfundur: Haukur Harðarson