Klifurstarf vetrarins að hefjast

Þá hafa Robbi, Gulli og fleiri staðið sveittir uppi í rjáfri undanfarna daga við að setja öll nýja gripin upp í klifurveggnum. Niðurstaðan er glæsileg og okkur því ekkert að vanbúnaði að hefja vetrarprógrammið.
Að venju verða haldin klifurkvöld í hverri viku og er stefnt á að halda áfram með tímann sem við vorum með í fyrra, þ.e. fimmtudagskvöld kl. 17:30 – 20.
Í vetur verða að öllum líkindum fjögur klifurmót auk eins eða tveggja “dry-tool” móta (fyrir járniðnaðarmennina) þannig að það er um að gera að mæta á klifurkvöldin og auka hjá sér styrk, úthald og klifurfimi.
Sjáumst á fimmtudaginn.

—————-
Texti m. mynd: “Karlinn í brúnni” að Munkaþverá klifinn
Höfundur: Sigurður Tómas Þórisson