Kynningarfundur vegna nýliðastarfs

Spennandi ævintýri…..
Þriðjudaginn 10. september kl. 20, að Malarhöfða 6 verður haldinn nýliðakynning fyrir þá sem áhuga hafa að kynna sér það starf sem fram fer innan Hjálparsveitar skáta í Reykjavík. Leitað er að fólki 18 ára og eldra sem tilbúið er að kynnast nýju fólki og vera hluti af hópi sem sækir skemmtileg námskeið. Meðal þeirra námskeiða sem að farið er í gegnum í nýliðaþjálfuninni eru námskeið í; rötun og ferðamennsku, skyndihjálp, ís- og klettaklifur, snjóhúsagerð og fjallaskíðun.
Ef þú hefur áhuga kíktu þá til okkar. Boðið verður upp á veitingar að lokinni kynningu.

HSSR fagnar 70 ára afmæli á árinu og er því ein af elstu starfandi hjálparsveitum í landinu.

—————-
Höfundur: Kristinn Ólafsson