Láttu ekki fórna þér á altari veðurguðanna!

Hvar verður besta ferðaveðrið um helgina? Hvar á að leita að bestu veðurspánni?

Hálfdán Ágústsson mun segja okkur upp og ofan af veðrakerfum, lægðagangi og hvernig illviðrin lýsa sér í veðurkortunum. Hvaða vefsíður hýsa bestu veðurspárnar fyrir fjallafólk og hvernig á að nota spárnar landi og þjóð til heilla?

Fáðu ekki hviðuna í kviðinn og mættu á M6 kl. 20 þriðjudagskvöldið 31. mars og heyrðu allt sem þig hefur alltaf þyrst í að vita um veðurviðbúnað til fjalla.

—————-
Texti m. mynd: Ávallt skyldi hafa einn veðurfræðing með í för…
Höfundur: Hálfdán Ágústsson