Leit að þýskum ferðamanni á Sprengisandi

Kl. 16.30 var sleðahópur HSSR kallaður út til aðstoðar við eftirgrennslan eftir þýskum ferðamanni á Sprengisandi. Maðurinn hafði náð að gera vart við sig í síma, en nákvæm staðsetning hans var óljós. Fimm sleðamenn svöruðu kallinu og héldu austur á þremur bílum. Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar fann ferðalanginn um kl. 18 og var útkall afturkallað skömmu eftir það.

Alls komu 15 manns að þessu útkalli fyrir hönd HSSR.

—————-
Höfundur: Ólafur Jón Jónsson