Leynist Undanrenna í þér?

Undanfarar eru framsækinn flokkur sem fylgist grannt með nýjustu straumum og stefnum. Stöðug nýliðun á sér stað innan flokksins og hér með auglýsum við formlega eftir nýjum Undanrennum til að æfa með Undanförum í vetur. Jafnan starfar hópur
Undanrenna innan flokksins og tekur virkan þátt í öllu starfi hans en
Undanfaraútköll eru þó undanskilin. Undanrennustarfið er hluti af
þjálfun til fullgilds Undanfara.

Ef þú hefur gaman af því að ferðast um brattlendi og jökla, hræðist ekki
erfiðar aðstæður og vond veður… Ef þú hefur brennandi áhuga á
fjallafræðunum, vilt kunna að tosa í réttu spottana og ert forfallin
græjufíkill… Þá er þetta kannski málið fyrir þig?

Athugið að Undanfarar reka virka jafnréttisstefnu og stúlkum er ekki
hyglt á kostnað drengja, eða öfugt… Sem fyrr er skilyrði að þú sért
skemmtileg(ur) og getir unnið með öðrum í hóp. Jafnt fullgildir félagar
sveitarinnar sem og Nýliðar 2 koma til greina sem Undanrennur.

Áhugasamir sendi tölvuskeyti á Árna Þór á matargat@hotmail.com sem mun ræða
við hvern og einn og gera grein fyrir því hvað felst í starfinu.

Undanfarar

—————-
Texti m. mynd: Sterklegir strákar og stelpur.
Höfundur: Hlynur Skagfjörð Pálsson