Líkamsrækt fyrir HSSR félaga

Undanfarin ár hafa HSSR félagar verið með afláttarsamning við World Class. Í ár er verður því miður ekkert slíkt í boði. En þetta er ekki alslæmt. Þeir sem ekki vilja kaupa á istaverði kort í Líkamsræktarstöð hafa annan kost. Við erum með frábæran klifurvegg, góða skokkaðstöðu um Elliðárdal og fullt af fjallaferðum. Síðan má lyfta Valla upp reglulega. Til að losna við svitalyktina er svo gufubað og sturta á M6. Og árgjaldið í þetta er frekar hagstætt fyrir okkur félagana.

—————-
Höfundur: Einar Daníelsson