Línubrú á Menningardótt

Undanfarar í HSSR settu upp línubrú frá þaki Höfðatorgs niður á bílastæðið neðan við á laugardag. Var þetta einn af fjölmörgum dagskrárliðum Menningarnætur.

Línubrú er eitt af fjölmörgum atriðum sem kennd eru á fagnámskeiðinu Rigging for Rescue sem stór hluti undanfara HSSR hefur sótt. Línubrú felst í því að strengur er tengdur á milli tveggja punkta (þakið og bílastæðið í þessu tilviki) og björgunarmaður er færður á milli á strengnum.

Í þetta skiptið fór björgunarmaður ásamt börum fram af þakinu og var slakað niður á bílastæðið. Festur á þaki og bíll voru notuð sem tryggingar.

Verkefnið tókst mjög vel og verður vonandi endurtekið von bráðar.

Myndir eru komnar á myndasíðu.

—————-
Texti m. mynd: Komnar hálfa leið á brúnni.
Höfundur: Björk Hauksdóttir