Ljósmyndasýning 112 daginn

Það verður ljósmyndasýning í Smáralind í tengslum við 112 daginn sem haldin verður 11. febrúar. Verið er að leita eftir myndum frá störfum viðbragðsaðila og þá er bæði verðið að tala um aðgerðir, æfingar, fjáraflanir og annað starf. Það eru auknar líkur á því að myndir verði fyrir valinu ef fatnaður og tæki erum merkt.

Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá Ólöfu Snæhólm hjá SL og netfangið hjá henni er olof@landsbjorg.is. HSSR er einnig alltaf að leita að góðum myndum í húsnæðið þannig að hugsanlega má slá tvær flugur, sýna í Smáralind og verða ódauðleg/ur á veggjum M6. Nú er um að gera að leita í safninu.

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson