Nýliðar I á æfingu í Henglinum

Bílahópur vaknaði snemma og ók með nýliða og leiðbeinendur þeirra upp í Hellisheiðarvirkjun upp úr klukkan 07:00 í gær laugardag og skildi þar eftir í grenjandi slagveðursrigningu.
Um nónbil hélt bílahópur síðan aftur af stað og nú með gas til upphitunar í einum skálana sem gist var í.
Ferðin var notuð til æfinga á bílanýliðum og til að kenna þeim að beyta bílunum í snjó sem nægar birgðir eru ef á svæðinu núna. Ferðin gekk alveg prýðisvel og fengu allir tækifæri til að spreyta sig við stýrið, vanir og óvanir.
Þegar heim var haldið fékk einn leiðbeinandi og tveir nýliðar far í bæin, þar sem veikindi og ólokin lærdómur höfðu látið á sér kræla.

Sleðahópur var einnig við æfingar á svæðinu og eins og áður sagði er gríðarlega mikið magn af snjó á svæðinu og því alveg prýðisútivistarfæri fyrir allar tegundir af snjósportum.

—————-
Texti m. mynd: Mynd: Svavar Jónsson
Höfundur: Guðmundur Jón Björgvinsson