Stjórnendur útkallshópa og stjórn funda

Þriðjudaginn 17. janúar funduðu stjórnendur útkallshópa og stjórn. Tilgangur fundarinns var að upplýsa og fá umræðu um ýmiss mál sem eru í vinnslu hjá stjórn. Meðal annars var rætt um:

D4H og rafræn skráning inn og úr útköllum. Það verður lögð áhersla á D4H þetta starfsár, þar mun öll dagskrá farar inn auk félagatals. Hópstjórar og hópar hvattir til að nota kerfið en á móti verður ákveðnum þátttum svo sem dagskrá lokað á heimasíðu.Námskeið fyrir hópstjóra í útköllum verður haldið í febrúar. Það verður innasveitarnámskeið þ.e. ekki á vegum Björgunarskólanns og áhersla á að deila reynslu sem er innan HSSR, hlutverk hópstjóra í útköllum, vinnuferla o.s.fr. Markhópurinn eru núverandi hópstjórar og einstaklingar með útkallsreynslu sem gætu orðið hópstjórar.Gátlistar í útköllum. Kynntar hugmyndir um uppsettningu á gátlistum í útköllum og markmið með þeim er að auðveldara verði að tryggja að réttur búnaður sé tekin með eftir eðli útkalla. Næsta skref er að listarnir fara í vinnslu innan útkallshópa.Þrif á húsnæði. Útkallshópar munu í auknu mæli taka að sér þrif á húsnæði og gert ráð fyrir að hver hópur taki einn mánuð á ári. Kerfið byrjar í janúar og það er búðahópur sem á fyrstu törn. Nánari upplýsingar á M6Afmælisár. Við erum 80 ára og það er fullt af góðum hugmyndum svo sem fjölskyldudagur, æfingar og ferðir að ógleymdri veglegri árshátíð. Villi og Óli Jón voru fengnir til að halda utan um árið. Takk fyrir góðan fund – stjórn HSSR

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson