Uppgreiðsla lána af M6

Á síðasta aðaldundi HSSR var stjórn falið að kanna möguleika á að greiða upp eftirstöðvar lána af húsnæði sveitarinnar að Malarhöfða 6 og greiða þau lán upp ef samkomulag næðist við Arion banka. Nú er þessu ferli lokið og niðurstaðan var að Arion banki stóð við bakið á okkur og styrkir okkur sem nemur kostnaði við uppgreiðsluna. Í framhaldi af því er búið að greiða upp öll lán og við eigum því M6 skuldlaust. Ánægjulegur dagur.

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson