Mánudagshlaup í dag.

Sæl öll.

Sérstakt „viðhafnar-mánudagshlaup“ verður í dag.

Frést hefur af nokkrum nýjum áhugasömum hlaupurum sem ætla sér að vera með núna.

Nú verður besta hlauparanum veitt sérstök verðlaun með úttekt á einum af bæjarins bestu veitingastöðum.

Verðlaunin verða veitt þeim hlaupara sem stendur sig best, andlega, líkamlega, löngunarlega og veitir meðhlaupurum mesta gleði og hvatningu í dag.

Mætum því öll og bætum þrekið í dag kl. 17:30.

Svo þarf að nota þetta fína gufubað okkar á eftir og þess vegna að grípa smá í vegginn.

—————-
Texti m. mynd: Hlaupastjörnur seinasta mánudags.
Höfundur: Árni Tryggvason